Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Breytingastjórnun

Fyrirtæki þurfa stanslaust að takast á við breytingar, t.d. nýja tækni, breytta markaðsstöðu, breytt eignahald og tilfæringar á starfsfólki. Í breytingaferli þarf starfsfólk oft að fórna ákveðnum þægindum og kunnugleika fyrir óvissu, reynsluleysi og jafnvel þjálfunar- og/eða þekkingarleysi. Ef ekki er vandað til verka í breytingaferlinu upplifa starfsmenn oft að réttindi þeirra séu brotin, þeir skipti ekki máli og hagsmunir þeirra virtir að vettugi. Þessi upplifun starfsmanna getur leitt af sér aukna vanlíðan, minni framleiðni og aukna mótstöðu við breytingarnar.

Breytingastjórnun er aðferðafræði sem fæst við breytingar hjá einstaklingum, hópum og skipulagsheildum og leiðir til breytinga á ríkjandi fyrirkomulagi yfir í æskilegt framtíðar fyrirkomulag. Hjá Heilsustöðinni starfa sálfræðingar með reynslu af breytingastjórnun, þ.e. að leiða fyrirtæki farsællega í gegnum breytingarferli, bæði stór sem smá.  Við hjálpum stjórnendum að skilgreina eðli og tilgang breytinganna sem og undirbúa og koma breytingunum í framkvæmd þannig að vel takist til. Þannig er hægt að draga úr mótstöðu, auka ánægju starfsfólks, tryggja betri framleiðni og um leið draga úr hugsanlegri kostnaðaraukningu vegna veikinda, fjarvista og jafnvel uppsagna.

 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is