Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Einelti á vinnustað

Einelti á vinnustöðum veldur ekki aðeins niðurlægingu og vanlíðan hjá fórnarlömbum áreitisins heldur skapar einnig óþægilegt vinnuumhverfi fyrir alla starfsmenn og dregur þannig úr framleiðni og gæðum starfseminnar.

Heilsustöðin getur aðstoðað fyrirtæki við að beita árangursríkum aðferðum í þeim tilgangi að fyrirbyggja einelti á vinnustað eins og kostur er og þannig draga úr því fjárhagslega tjóni sem af einelti á vinnustöðum hlýst. Sálfræðingar heilsustöðvarinnar aðstoða við gerð eineltisáætlana þannig að fyrirtæki séu vel í stakk búin til að bregðast hratt og örugglega við ef grunur er um einelti á vinnustaðnum. Einnig býður heilsustöðin upp á aðstoð við mat og úrvinnslu einstakra eineltismála.

 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is