Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Flestir þeir sem þjást af þunglyndi fá ekki viðeigandi meðferð, annað hvort vegna þess að þeir leita sér ekki hjálpar eða vegna þess að vandamálið er ekki meðhöndlað með réttum hætti af þeim sem leitað er til.
Starfsmannastoð

Flestir vinnuveitendur vita að líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á frammistöðu þeirra í vinnu og að fyrirtæki geta bætt stöðu sína verulega með því stuðla að bættri  líðan starfsmanna sinna. Neikvæð áhrif á frammistöðu starfsmanna koma til hvort sem vandamálin eiga upptök sín á vinnustaðnum eða í einkalífinu, og mestar líkur eru á árangri þegar aðstoð er sótt fyrr en seinna.  Með starfsmannastoð Heilsustöðvarinnar er starfsmönnum fyrirtækja veittur aðgangur að sálfræðingum og ráðgjöfum Heilsustöðvarinnar hratt og örugglega, strax og vandamálin koma upp.

Starfsmannastoð Heilsustöðvarinnar er mikilvægur partur af því stuðningsneti sem fyrirtæki veita starfsmönnum sínum og fyrirbyggir neikvæð áhrif persónulegra og vinnustaðatengdra vandamála starfsmanna á árangur í starfi og almenna líðan starfsmanna.

 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is