Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja meðferð hjá sálfræðingi.
Stór hluti Íslendinga með miklar fjárhagsáhyggjur Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
þriðjudagur, 17.júlí 2012

FjárhagsáhyggjurSamkvæmt niðurstöðum síðustu netkönnunar Heilsustöðvarinnar sögðust 74,5% svarenda upplifa vanlíðan í tengslum við fjárhag þeirra. Þar af sögðust tæplega 47% upplifa mjög mikla vanlíðan vegna fjárhags. Þessar niðurstöður eru í samræmi við lífskjararannsókn Hagstofu Íslands frá árinu 2011 þar sem fram kom að rúmlega helmingur allra heimila átti erfitt með að ná endum saman. Við greiningu Hagstofunnar á fjölskyldusamsetningu kom í ljós að einstæðir foreldrar voru helst í fjárhagsvanda en um 78% þeirra töldu erfitt að ná endum saman. Barnlaus heimili þar sem fleiri en einn fullorðinn búa stóðu best fjárhagslega.

Fjárhagsáhyggjur eru því átakanlega algengar og stór hluti íslendinga upplifir nú mikla streitu vegna fjárhagserfiðleika. Erfiðleikar á þessu sviði geta leitt til mikils óöryggis, kvíða, reiði og þunglyndis.

Þegar þú finnur að svo mikla streitu gagnvart fjármálunum er ástæða til að leita aðstoðar fagfólks sem getur hjálpað þér að draga úr áhrifum streitunnar því þegar fjárhagsleg streita er mikil eru líkur á að:

  • Fólk taki óskynsamlegar ákvarðanir í fjármálum
  • Streitan hafi neikvæð áhrif á hjónabönd/ástarsambönd
  • Streitan hafi neikvæð áhrif á fjölskyldulífið almennt
  • Afleiðingar streitunnar hafi neikvæð áhrif á dagleg störf

 

Heilsustöðin veitir ráðgjöf og meðferð í aðstæðum sem þessum. Ekki er síður mikilvægt að leita til fagfólks á sviði fjármálaráðgjafar og þannig finna bestu leiðirnar út úr fjárhagsvandanum. Sem dæmi hefur umboðsmaður skuldara það hlutverk að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa ráðgjöf.  Ráðgjöfin felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn á fjármálin og leita leiða til lausnar.