Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Er fortíðin föst í þinni nútíð? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 2
LélegGóð 
þriðjudagur, 12.júní 2012

Hefur þú einhvern tíman lent í því að furðast á viðbrögðum þínum við einhverju? Hugsað "ég skil ekki hvaðan öll þessi reiði kom, ég veit ekki af hverju ég er svona hrædd/ur við þetta eða ég er bara döpur/dapur og veit ekki af hverju".

Flestir verða fyrir einhvers konar erfiðri reynslu í lífinu. Slík reynsla getur verið allt frá niðurlægingu í barnæsku, höfnun og eigin mistökum, en einnig stærri áföll eins og ofbeldi, alvarleg slys eða hamfarir. Atburðir hafa mismikil áhrif á okkur en yfirleitt vinnur fólk sjálfkrafa úr erfiðri reynslu. Þegar við verðum aftur á móti fyrir einhverju sem er mjög yfirþyrmandi eða lendum í endurteknum áföllum getur verið að ekki náist að vinna fyllilega úr þeim. Þá er talað um að minningar um atburðina séu óunnar og trufla okkar daglega líf mánuðum og jafnvel áratugum seinna. Þannig má segja að fortíðin haldist í nútíðinni sem þýðir að viðbrögð okkar í dag litast af óunnum minningum og valda okkur sársauka. EMDR (Eye movement desensitization and reprocessing) er árangursrík meðferð við afleiðingum áfalla. Meðferðin snýst um að vinna úr erfiðum minningum, tilfinningum og hugsunum sem tengjast erfiðri reynslu okkar af lífinu.

En hvernig virkar þetta? Í meðferðinni er unnið með fortíð, nútíð og framtíð. Farið er í gegnum óunnar minningar á kerfisbundin hátt og þær skoðaðar frá ýmsum sjónarhornum ásamt hugsunum og tilfinningum tengdum þeim. Í úrvinnslunni eru svo notaðar augnhreyfingar eða annað tvíhliða áreiti sem er sérstakt við EMDR. Aðalbjörg Heiður, sálfræðingurMeð úrvinnslu breytast hugsanir og tilfinningar tengdar atburðinum og hann fer að öðlast aðra merkingu fyrir okkur. Þannig verður auðveldara að ráða við aðstæður í núinu sem tengjast atburðinum á einhvern hátt.

Aðalbjörg Heiður Björgvinsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsustöðinni, hefur hlotið þjálfun í EMDR og sinnir slíkri meðferð. Hægt er að panta tíma hjá Aðalbjörgi í þjónustusíma Heilsustöðvarinnar 534 8090.