Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Megin markmiðið næringarráðgjafar er að kenna fólki að veita líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast og stuðla þannig að heilbrigði. Einnig er markmiðið að veita næga orku til viðbótarhreyfingar sem veitir andlega og líkamlega vellíðan.
Tugþúsundir Íslendinga taka gagnslaus og skaðleg lyf við svefnleysi! Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
fimmtudagur, 10.maí 2012

Í síðustu vefkönnun Heilsustöðvarinnar sögðust 26,3% hafa tekið inn svefnlyf reglulega í 3 vikur eða lengur síðustu 12 mánuði. Heilsustöðin hefur fylgst með þróun svefnlyfjanotkunar Íslendinga undanfarin ár og í samantekt okkar kemur fram að svefnlyfjanotkun Íslendinga hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1990. Svefnlyfjanotkun Íslendinga hefur vaxið stöðugt undanfarin ár og er hún rúmlega fjórum sinnum meiri en í Danmörku, og eiga Íslendingar Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun. Áætla má að milli 20-30 þúsund Íslendingar noti svefnlyf daglega. Þetta eru sláandi tölur, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa ítrekað staðfest að svefnlyf eru gagnslaus meðferð við svefnleysi. Líkaminn myndar fljótt þol fyrir lyfjunum svo þau virki ekki nema í fáein skipti. Þetta hafa heilbrigðisvísindin vitað í langan tíma, en samt sem áður heldur svefnlyfjanotkun Íslendinga að aukast hratt. Ásamt því að vera gagnslaus meðferð hafa þau svefnlyf skaðleg áhrif. Niðurstöður rannsókna hafa staðfest að við notkun svefnlyfja dregur verulega úr djúpsvefni en það er sá hluti svefnsins sem er okkur mikilvægastur. Rannsóknarniðurstöður hafa einnig sýnt að lyfin eru ávanabindandi, geta haft alvarlegar aukaverkanir og geta beinlínís verið hættuleg.

Þessar tölur eru einnig sláandi í því ljósi að síðasta einn til tvo áratugina hafa rannsóknir skilað gríðarlegum framförum í meðferð við svefnleysi og er óhætt að segja að um tímamót sé að ræða varðandi meðferð við þessu algenga heilsuvandamáli. Niðurstöður rannsókna á árangri hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi hafa margítrekað sýnt að meðferðin er árangursríkasta meðferðin við langvarandi svefnleysi. Að meðaltali bætir hugræn atferlismeðferð svefn hjá um 80-90% af þeim sem ganga í gegnum slíka meðferð. Hjá Heilsustöðinni er sérþekking og reynsla á þessu sviði en boðið er upp á einstaklings- og hópmeðferð við þessu algenga heilsufarsvandamáli. Nú þegar hefur fjöldi fólks gengið í gegnum svefnmeðferð Heilsustöðvarinnar með góðum árangri.