Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mjög miklar líkur eru á bata þegar fólk sem þjáist af þunglyndi sækir gagnreynda sálfræðilega meðferð hjá sálfræðingi.
Síðasta svefnnámskeið fyrir sumarfrí Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 0
LélegGóð 
föstudagur, 20.apríl 2012

Síðasta HAM-S svefnnámskeið Heilsustöðvarinnar við langvarandi svefnleysi fyrir sumarfrí hefst 7. maí næstkomandi. Þeir sem vilja nýta sér úrræðið eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst.

Rannsóknir hafa ítrekað staðfest að HAM-S er árangursríkasta meðferðin við langvarandi svefnleysi sem völ er á, mun árangursríkari en svefnlyf. Fjöldi fólks hefur gengið í gegnum meðferðina hjá Heilsustöðinni og náð miklum bata og bættum svefni. Rannsóknir sýna að 80%, jafnvel allt að 90%, af þeim sem ganga í gegnum HAM-S ná verulega bættum svefni og árangurinn hjá langflestum helst til lengri tíma.

Áður en hægt er að skrá sig á námskeiðið býður Heilsustöðin upp á mat á því hvort úrræðið er hentugt hverjum einstaklingi. Þetta er hægt að gera með tvennum hætti, með því að svara stuttum spurningalista á vefsíðu Heilsustöðvarinnar eða í greiningarviðtali hjá sálfræðingi stöðvarinnar.

Smelltu hér til þess að fara í svefnmat á netinu.