Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Mörg verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja meðferð hjá sálfræðingi.
Flestir finna fyrir áhrifum skammdegis á lunderni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Einkunn notenda: / 1
LélegGóð 
þriðjudagur, 06.mars 2012

Samkvæmt netkönnun Heilsustöðvarinnar sögðust 75,6% finna fyrir orkuleysi eða þyngra lunderni í skammdeginu. Þegar vetur gengur í garð og skammdegið færist yfir eru margir sem finna fyrir aukinni þreytu, orkuleysi og þyngra lunderni. Þótt flestir upplifi þessi einkenni ekki að því marki að um klínískt vandamál sé að ræða þá virðist staðreyndin vera sú að fjöldi þeirra sem upplifa klínískt þunglyndi eykst í skammdeginu.

Skemmdegisþunglyndi er skilgreint sem þunglyndi sem kemur endurtekið fram á sama tíma ársins. Það byrjar venjulega að hausti og endar að vori. Fólk sem þjáist af skammdegisþunglyndi finnur á þessum tíma ársins fyrir einkennum eins og depurð, þreytu, kvíða, pirringi, einbeitingarerfiðleikum. Í þessari vanlíðan hefur fólk tilhneigingu til að forðast félagsskap vina og ættingja og stunda frístundir.

Heilsustöðin mælir með samblandi af ljósameðferð og sálfræðilegri meðferð fyrir þá sem þjást af skammdegisþunglyndi. Hefðbundin þunglyndislyf virðast hafa minni áhrif á skammdegisþunglyndi en aðrar tegundir þunglyndis.

Almennt ráðleggjum við þeim sem upplifa neikvæð áhrif skammdegisins á líðan að hafa vel bjart í vinnu og heima að degi til, sitja nálægt glugga og nýta það litla sólarljós sem kemur í skammdeginu eins og kostur er, t.d. með því að taka göngutúr í vetrarsólinni. Hollt mataræði, regluleg hreyfing og reglubundið félagslíf vinnur einnig gegn þessum sveiflum.