Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Regluleg hreyfing dregur almennt úr streitu, kvíða og þunglyndi, og bætir svefn.
Haukur Sigurðsson
Sálfræðingur, framkvæmdastjóri

Tengiliður
Heimilisfang:
Starfssvið
-Fullorðnir
-Sálfræðilegt mat
-Sálfræðileg meðferð
...Einstaklingsmeðferð
...Hópmeðferð/námskeið
...Biofeedback (lífendursvörun)
-Sálfræðileg ráðgjöf
-Fyrirlestrar
-Býður upp á meðferð á tungumálum öðrum en íslensku:
...Enska


Upplýsingar: Haukur Sigurðsson lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og M.A. gráðu í klínískri sálfræði frá Bowling Green State University í Bandaríkjunum árið 2007 þar sem hann hlaut þjálfun í almennri klínískri sálfræði og sérhæfingu í atferlislæknisfræði (Behavioral Medicine). Haukur hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna á sviði almennrar klínískrar sálfræði og innan sérhæfingar sinnar.

Haukur starfaði við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans 2001-2003, Sálfræðiþjónustu BGSU háskóla 2003-2007, endurhæfingarstöðina Sandco Industries, Ohio, Bandaríkjunum 2005-2007, St. Francis Health Care Centre (Atferlislækningadeild), Ohio, Bandríkjunum 2005-2007, Sálfræðiþjónusta Landspítalans 2007-2008. Haukur hefur verið framkvæmdarstjóri og sálfræðingur hjá Heilsustöðinni frá árinu 2008 til dagsins í dag. Haukur er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og varaformaður Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Auk menntunar og þjálfunar í almennri klínískri sálfræði hefur Haukur sérhæft sig í atferlislæknisfræði þar sem aðferðir sálfræðinnar eru hagnýttar til að meðhöndla líkamleg einkenni og sjúkdóma, t.d. svefnleysi, langvarandi verki, eyrnasuð o.fl. Hann hefur einnig sérhæft sig í stuðningi við fólk sem gengur í gegnum áföll og erfiða tíma, og vinnur einnig með þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, streitustjórnun og samskiptavandamál. Haukur hefur áralanga reynslu af sálfræðiþjónustu við fyrirtæki.