Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Reglubundin hreyfing bætir líðan og lífsgæði. Hreyfing liðkar og styrkir líkamann, eykur úthald og leiðir til framleiðslu vellíðunarhormónsins endorphine
Haukur Sigurðsson
Sálfræðingur, framkvæmdastjóri

Tengiliður
Heimilisfang:
Starfssvið
-Fullorðnir
-Sálfræðilegt mat
-Sálfræðileg meðferð
...Einstaklingsmeðferð
...Hópmeðferð/námskeið
...Biofeedback (lífendursvörun)
-Sálfræðileg ráðgjöf
-Fyrirlestrar
-Býður upp á meðferð á tungumálum öðrum en íslensku:
...Enska


Upplýsingar: Haukur Sigurðsson lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og M.A. gráðu í klínískri sálfræði frá Bowling Green State University í Bandaríkjunum árið 2007 þar sem hann hlaut þjálfun í almennri klínískri sálfræði og sérhæfingu í atferlislæknisfræði (Behavioral Medicine). Haukur hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna á sviði almennrar klínískrar sálfræði og innan sérhæfingar sinnar.

Haukur starfaði við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans 2001-2003, Sálfræðiþjónustu BGSU háskóla 2003-2007, endurhæfingarstöðina Sandco Industries, Ohio, Bandaríkjunum 2005-2007, St. Francis Health Care Centre (Atferlislækningadeild), Ohio, Bandríkjunum 2005-2007, Sálfræðiþjónusta Landspítalans 2007-2008. Haukur hefur verið framkvæmdarstjóri og sálfræðingur hjá Heilsustöðinni frá árinu 2008 til dagsins í dag. Haukur er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og varaformaður Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Auk menntunar og þjálfunar í almennri klínískri sálfræði hefur Haukur sérhæft sig í atferlislæknisfræði þar sem aðferðir sálfræðinnar eru hagnýttar til að meðhöndla líkamleg einkenni og sjúkdóma, t.d. svefnleysi, langvarandi verki, eyrnasuð o.fl. Hann hefur einnig sérhæft sig í stuðningi við fólk sem gengur í gegnum áföll og erfiða tíma, og vinnur einnig með þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, streitustjórnun og samskiptavandamál. Haukur hefur áralanga reynslu af sálfræðiþjónustu við fyrirtæki.