Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Sálfræðilegur stuðningur og meðferð getur hjálpað sjúklingum, fjölskyldu og ástvinum að aðlagast lífi með alvarlegum sjúkdómum.
Hrafnheiður V. Baldursdóttir
Sálfræðingur

Tengiliður
Heimilisfang:
Starfssvið
-Fullorðnir
-Sálfræðilegt mat
-Sálfræðimeðferð
...Einstaklingsmeðferð
...Hópameðferð/námskeið
-Sálfræðiráðgjöf
-Fyrirlestrar
-Bíður upp á meðferð á öðrum tungumálum en íslensku:
...Ensku


Upplýsingar: Hrafnheiður lauk B.a. námi frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og Cand. Psych. prófi frá Háskóla Íslands 2015. Hrafnheiður hlaut starfsþjálfun á Reykjalundi á verkja- og gigtarsviði ásamt sviði starfsendurhæfingar, þar sem hún fékk góða reynslu af þverfaglegu samstarfi, teymisvinnu, greiningarvinnu, meðferðarvinnu og námskeiðahaldi. Auk þess veitti Hrafnheiður viðtöl og meðferð við Sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands fyrir háskólanema. Hrafnheiður hefur sótt námskeið og fyrirlestra sem snúa að hennar sérsviði.

Hrafnheiður starfaði hjá Sálfræðingum Höfðabakka frá árinu 2015 til vorsins 2017 sem undirverktaki hjá sálfræðingunum Gyðu Eyjólfsdóttur og Þórdísi Rúnarsdóttur. Hún hóf störf við Heilsustöðina í maí 2017. Hrafnheiður er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfsstætt starfandi sálfræðinga.

Hrafnheiður hefur sérhæft sig í áfallameðferð, sjálfsstyrkingu, tilfinningahliðum ófrjósemi, meðferð við kvíða, félagskvíða, áráttu og þráhyggju og þunglyndi, ásamt parameðferð. Aðferðirnar sem Hrafnheiður notar eru EMDR áfallameðferð, hugræn atferlismeðferð, dialectical atferlismeðferð, núvitund, self compassion, ACT (acceptance and commitment therapy) og emotion-focused parameðferð.